Listasmiðja á Sjómannadag

Sunnudaginn 5. júní kl. 14 verður Sjómannadagurinn haldin hátíðlegur um land allt. Þá býðst börnum á aldrinum 6-10 ára og fjölskyldum þeirra að taka þátt í spennandi listasmiðju sem haldin verður í húsakynnum safnsins.

Unnið verður að skapandi verkefnum í anda Sjómannadagsins þar sem áherslan verður á gerð báta eða fleka sem svo hægt verður að fleyta á tjörninni til gamans.