Listamannsspjall – Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir


Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir
Guðrún Hrönn Ragnarsdóttir myndlistarmaður tekur þátt í leiðsögn sunnudaginn 31. ágúst kl. 15 og ræðir við gesti um verk sín á sýningunni Rás, haustsýningu Hafnarborgar 2014.

Guðrún Hrönn (f. 1956) útskrifaðist úr Nýlistadeild Myndlista og Handíðaskóla Íslands og í framhaldinu nam hún í Hollandi við Jan van Eyck Akademie í Maastricht. Frá því að hún lauk formlegu myndlistarnámi hefur hún sýnt reglulega víðs vegar og eru verk hennar í eigu opinberra listasafna og einkasafna hér heima og erlendis.