Listamannsspjall, sýningarlok og útgáfufögnuður.

Einar Falur Ingólfsson

Lokadagur sýningarinnar Landsýn – Í fótspor Jóhannesar Larsen, sýning með ljósmyndum Einars Fals Ingólfssonar rennur upp sunnudaginn 20. ágúst.

Klukkan 14 þann dag mun Einar Falur vera með listamannsspjall þar sem hann segir frá sýninguinni og því viðamikla verkefni sem að baki hennar liggur en í þrjú ár, 2014 – 2016, ferðaðist hann um Ísland og tók ljósmyndir á þeim stöðum sem Johannes hafði um 90 árum áður dregið upp rúmlega 300 teikningar á sögustöðum Íslendingasagna.

Í kjölfarið verður blásið til útgáfufögnuðar þar sem bók um verkefnið verður til sýnis og til sölu, nýkomin til landsins. Hönnun bókarinnar var í höndum Atla Hilmarssonar og Crymogea gefur út.