Listamannsspjall – Sólveig Aðalsteinsdóttir

Sunnudaginn 21. september kl. 15 tekur Sólveig Aðalsteinsdóttir myndlistarmaður þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á sýningunni Rás, sem nú stendur yfir í Hafnarborg.

Sólveig Aðalsteinsdóttir hefur starfað að myndlist frá því seint á áttunda áratugnum. Hún vakti strax athygli fyrir skúlptúra unna úr fundnum efniviði en hefur í gengum árin fundið hugmyndum sínum form í ýmsum miðlum. Á síðasta ári var afhjúpað eftir Sólveigu útilistaverkið Streymi tímans og er það staðsett í Öskjuhlíð. Verkin á sýningunni Rás eru ljósmyndir unnar á þessu ári.