Listamannsspjall – Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir

Sunnudaginn 25. mars kl. 14 verður Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir með listamannsspjall í tengslum við nýopnaða sýningu sína Margoft við sjáum og margoft við sjáum aftur.

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir fæst við margþætta innsetningar þar sem hún notast við ólíka miðla. Mikil leikgleði ríkir í verkum hennar sem einkennast af flæði óhlutbundinna forma og lita sem hún vinnur með á ljóðrænan hátt líkt og um sjálfstætt tungumál sé að ræða. Á sýningunni í Hafnarborg eru innsetningar sem samanstanda af málverkum, skúlptúrum og myndböndum en flestar hafa ekki verið áður sýndar hérlendis.

Jóhanna Kristbjörg Sigurðardóttir f. 1982. Starfar bæði í Reykjavík og Antwerpen í Belgíu, þaðan sem hún lauk M.A. gráðu frá málaradeild KASK (2013), Gent og tveggja ára postgratuate námi frá HISK, Higher Institute for Fine Arts (2014 – 2015), Gent. Áður lauk hún B.A frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið (2008). Jóhanna er ein listamanna hjá Trampoline Gallery í Antwerpen og ein af stofnendum ABC Klubhuis sem er nýtt listamannarekið sýningarrými staðsett í Antwerpen. Jóhanna hefur sýnt verk sín víða meðal annars í listasafninu S.M.A.K í Gent, Moscow Biennale 2015, Andersen’s Contemporary í Kaupmannahöfn, Ornis A. Gallery í Amsterdam og KUNSHALLE São Paulo í Brazilíu.