Listamannsspjall – Daníel Þ. Magnússon

Fimmtudaginn 25. september kl. 20 tekur Daníel Þ. Magnússon myndlistarmaður þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á sýningunni Rás í Hafnarborg.

Daníel Þ. Magnússon útskrifaðist úr Myndlista – og handíðaskóla Íslands árið 1987 og vakti þá strax athygli fyrir áhugaverð verk þar sem íslensk menning var oftar en ekki til umfjöllunar. Hann er einkum þekktur fyrir skúlptúra og ljósmyndaverk en hefur jafnframt myndlistinni hannað og smíðað húsgögn. Daníel á að baki annan tug einkasýninga ásamt fjölda samsýninga bæði innanlands og utan.