Listamannsspjall – Anna Júlía Friðbjörnsdóttir

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir verður með listamannsspjall sunnudaginn 3. september kl. 14. Spjallið er í tengslum við nýopnaða sýningu hennar, Erindi, en þar skoðar listamaðurinn breytingar í vistkerfinu sem myndgerast í smáfuglum sem reglulega finnast á Íslandi. Verkin bregða upp ólíkum kerfum sem tengjast skrásetningu tegunda og siglingarfræði en þau eru innblásin af evrópskum sönglögum 19. aldar og samfélagsmálefnum nútímans.

Anna Júlía Friðbjörnsdóttir nam myndlist við Manchester Metropolitan University, Guildhall University í London og Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Hún hefur tekið þátt í fjölda samsýninga víða um heim og þess utan stofnað og ritstýrt myndlistartímaritinu Sjónauka.