Listamannsspjall – Ívar Brynjólfsson

Fimmtudaginn 11. september kl. 20 tekur Ívar Brynjólfsson myndlistarmaður þátt í leiðsögn og ræðir við gesti um verk sín á sýningunni Rás, haustsýningu Hafnarborgar 2014.

Ívar Brynjófsson (f. 1960) útskrifaðist frá San Francisco Art Institute árið 1988. Ferill hans tekur til fjölmargra einka- og samsýninga bæði hér á landi og á alþjóðlegum vettvangi. Verk Ívars hafa einnig verið útgefin í bókum, til dæmis hjá Ekki Press og Lunds Kunsthall í Svíþjóð. Verk eftir Ívar Brynjólfsson má meðal annars finna í safneign Listasafns Reykjavíkur og Listasafni Íslands.