Leirlistasmiðja á Björtum dögum

Hafnarborg býður fjölskyldum að koma og taka þátt í skapandi leirlistasmiðju á Björtum dögum í Hafnarfirði sunnudaginn 28. apríl kl. 15–17.

Í tilefni nýafstaðins HönnunarMars standa nú yfir í Hafnarborg sýningarnar Fyrirvari, eftir Brynjar Sigurðarson og Veroniku Sedlmair, og Teikningar/skissur í leir og textíl, eftir Kristínu Garðarsdóttur, þar sem sköpunarferlið, hugmyndavinna og tilraunir með efni, form og áferð eru til sýnis, en á leirlistasmiðjunni verður því unnið með form og áferð leirsins með það að markmiði að örva skapandi hugsun.

Eins og alltaf er ókeypis aðgangur að smiðjunni og safninu sjálfu en listasmiðjan fer fram í Apótekssalnum á fyrstu hæð safnsins.

Hámark 20 þátttakendur. Skráning á [email protected].