Kvöldopnun – Listamenn fjalla um sýningar sínar

Einar Falur Ingólfsson. Sara Gunnarsdóttir og Una Lorenzen

Hafnarborg er opin fram á kvöld fimmtudaginn 1. júní þar sem listamenn tveggja nýopnaða sýninga munu segja frá verkum sínum. Boðið verður upp á léttar veitingar.

Klukkan 20 – Einar Falur Ingólfsson segir frá sýninguinni “Landsýn – Í fótspor Johannesar Larsen” en í þrjú ár, 2014 – 2016, ferðaðist hann um Ísland og tók ljósmyndir á þeim stöðum sem Johannes hafði um 90 árum áður dregið upp rúmlega 300 teikningar á sögustöðum Íslendingasagna.

Klukkan 21 – Sara Gunnarsdóttir og Una Lorenzen fjalla um verk sín á sýningunni “Dáið er allt án drauma” þar sem þær vinna með teikninguna. Sara hefur fært teikninguna yfir í útsaum og Una vinnur hreyfimyndir úr teikningum. Báðar skapa þær heima í kringum valin augnablik eða hugmynd og leika sér að abstrakt og stundum súrrealískum umbreytingum eða afmyndunum.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir.