Í leit að listaverki

Kvöldganga

Hafnarfjarðarbær býður upp á menningar- og heilsugöngur með leiðsögn öll fimmtudagskvöld í sumar. Þátttaka í kvöldgöngunum er ókeypis og allir velkomnir.

Fimmtudaginn 12. júlí kl. 20 mun Jónatan Garðarsson leiða leit að fyrsta og þriðja húsi Hreins Friðfinnssonar. Gengið frá Gerðinu, austan megin við Álverið (sjá kort hér að neðan). Athugið að þessi ganga mun taka hátt í tvær klukkustundir.

„Síðsumars árið 2011 mátti greina útlínur húss á ferðalagi um hraunið sunnan Hafnarfjarðar. Húsið sem minnti á draug eða skugga í landslaginu, fór hægt yfir. Áfangastaðurinn var ker á fáförnum stað í hrauninu. Spýtur og brak höfðu nýverið verið hreinsuð af vikurhóli ofan í kerinu og á þennan hól var húsið sett. Þarna stóð það og áhorfandann gat allt eins verið að dreyma. Hér vitjaði hann minninga um eitthvað sem var eða hugboð um eitthvað sem verður.“

Úr formála eftir Ólöfu K. Sigurðardóttur úr bókinni Fyrsta hús / Annað hús / Þriðja hús, sem gefin var út af Hafnarborg árið 2012.

kort

Frekari upplýsingar um göngurnar má finna á vef Hafnarfjarðar.