Hljóðön

Sunnudaginn 23. Apríl 2017, kl. 20, kemur fram á tónleikum Hljóðön í Hafnarborg, Svissneska tónskáldið og sellóleikarinn Stefan Thut ásamt gestum. Á efnisskránni er að finna verk eftir Stefan og samlanda hans Jürg Frey, en tónlist þeirra beggja hefur vakið verðskuldaða athygli víða um heim á síðari árum, þar helst í gegnum útgáfuna Wandelweiser. Í tónlist þeirra hefur hlustun áheyrandans og umhverfi flutningsins mikið vægi í verkunum, þar sem þögn virðist full af merkingu vegur til jafns við hljóð.

Tónleikarnir eru haldnir í framhaldi af málstofu sem Rannsóknarstofa í tónlist (RÍT) heldur í Listaháskólanum í samstarfi við Hljóðön og vinnustofu um Wandelweiser hópinn. Wandelweiser er bæði útgáfufyrirtæki og alþjóðlegur samvinnuhópur tónskálda/flytjenda sem hefur starfað í rúma tvo áratugi. Wandelweiser-hópurinn hefur verið kenndur við naumhyggju og tilraunakennda tónlist sem tekur þögn í Cage-ískum skilningi sem upphafspunkt í sinni viðleitni til tónsköpunar. Meðlimir hópsins kanna því oft nýjar leiðir hlustunar þar sem unnið er gagngert með upplifun og skynjun hljóðs, þagnar og tíma. Málstofan leiðir svo yfir í vinnustofunnar þar sem unnið verður að verkum sem flutt verða á tónleikunum.

Stefan Thut (f. 1968) tónskáld, sellóleikari og flytjandi, býr og starfar í Sviss en kemur víða fram um alla Evrópu og Bandaríkin og flytur tónlist sína eftir kollega sína sem gefa út hjá útgáfunni Wandelweiser.
Í verkum sínum hefur Stefan unnið með að skapa aðstæður og ramma fyrir flytjendur og rými, sem þó gefur af sér ófyrirséða hljóðræna útkomu. Í tónlistinni eru hefðbundin hljóðfæri tvinnuð saman við umhverfishljóðritanir ásamt hversdagslegum hlutum eins og pappakössum og pappír. Í verkunum leika þessir hlutir veigamikið hlutverk í lokaútfærslu verkanna sem virka ólíkt sem ómrými, farartæki og sem sitt eigið rými.
Nýlegar útsetningar verka Stefans hafa meðal annars verið fluttar í Kunstraum Düsseldorf, Spanski Borci Ljubljana, Gez-21 St. Petersburg og í Säulenhalle Landhaus Solothurn þar sem hann er stýrir tónleikaröð.
Nánar á: http://wandelweiser.de/stefan-thut

Hljóðön er tónleikaröð tileinkuð tónlist 20. og 21. aldar þar sem einstök hugmyndaauðgi og listræn glíma tónskálda leiða áheyrendur inn á áður ókunnar slóðir. Hafnarborg efnir hér til tónleikaraðar þar sem ætlunin er að kynna ólík verk samtímatónskálda úr fremstu röð. Í forgrunni verða verk sem fá best notið sín við þær aðstæður og miklu nánd sem býðst í sal Hafnarborgar og telja má sérstakan í flóru tónlistarsala á höfuðborgarsvæðinu. Tónleikaröðin nýtir stuðnings Mennta- og Menningarmálaráðuneytis.