Hljóðön – „Hljóð sem efniviður“

Laugardaginn 23. febrúar kl. 15–17 mun hópur nemenda myndlistardeildar Listaháskóla Íslands standa fyrir tímabundnu inngripi á yfirstandandi sýningu Hafnarborgar, Hljóðön – sýningu tónlistar, þar sem þeir sýna afrakstur úr hljóðlistakúrsinum „Hljóð sem efniviður“.

Hópurinn hefur síðustu fimm vikur kannað hljóð sem efnivið en þessi „pop-up sýning“ sýnir afrakstur þeirrar vinnu. Nemendur bjóða m.a. upp á innsetningar, upptökuverk, gjörninga, skúlptúra, afspilunarverk og þátttökuverk sem öll sem hverfast að einhverju leiti um hljóð.

Þátttakendur eru Alexander Hugo Gunnarsson, Brák Jónsdóttir, Clara Mosconi, Erla Daníelsdóttir, Gunnhildur Halla Ármannsdóttir, Hrafnkell Tumi Georgsson, Högna Heiðbjört Jónsdóttir, Katrín Björg Gunnarsdóttir, Klemens Hannigan, Kristín Einarsdóttir, Luke van Gelderen, Marí Dúfa Sævarsdóttir, Ronja Mogensen og Styrmir Hrafn Daníelsson.

Kennari kúrsins er Curver Thoroddsen. Sýningarstjóri Hljóðana er Þráinn Hjálmarsson. Sérstakir gestir í kúrsinum voru Einar Örn Benediktsson, Þóranna Björnsdóttir og Logi Leó Gunnarsson.