Hafnarfjörður – leiðsögn og síðasti sýningardagur

Ágústa Kristófersdóttir, fyrrverandi forstöðumaður Hafnarborgar og sýningarstjóri sýningarinnar Hafnarfjarðar, verður með leiðsögn um sýninguna sunnudaginn 14. mars kl. 14 en það verður jafnframt síðasti dagur sýningarinnar.

Hafnarfjörður er einstaklega myndrænn bær og náttúran umhverfis býður einnig upp á mikilfengleg sjónarhorn. Í safneign Hafnarborgar eru fjölmörg verk sem tengjast bænum, þau elstu frá því snemma á 20. öld. Á sýningunni gefst gestum tækifæri til að sjá hvernig staðarandi bæjarins birtist í myndlistarverkum frá því á síðustu öld. Þar má sjá bæinn í gegnum augu listamanna, þar á meðal helstu meistara íslenskrar myndlistar.

Grímuskylda er á viðburðinum fyrir gesti fædda árið 2005 og fyrr, auk þess sem tveggja metra fjarlægð skal höfð milli óskyldra aðila.