Hádegistónleikar – Bergþór Pálsson

Þriðjudaginn 5. mars kl. 12 mun Bergþór Pálsson, barítón, koma fram á hádegistónleikum í Hafnarborg, ásamt Antoníu Hevesi. Á tónleikunum flytur Bergþór aríur eftir Gounot, Massanet og Bizet.

Bergþór Pálsson lauk B.M. og mastersnámi frá Indiana University í Bloomington, auk leiklistarnáms frá Drama Studio London. Hann hefur átt fjölbreyttan feril, allt frá því að frumflytja mörg verk eftir íslensk tónskáld, taka þátt í óperum, óperettum, söngleikjum og leikritum, syngja einsöng með Sinfóníuhljómsveit Íslands, Kammersveit Reykjavíkur og í kórverkum, kynna tónlist í skólum landsins, halda tónleika með söngvurum úr ólíkum geirum tónlistar, koma fram á skemmtunum af ýmsu tagi, til þess að halda fyrirlestra um margvísleg málefni.

Antonía Hevesi, píanóleikari, hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg og hefur hún valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins. Hádegistónleikar eru á dagskrá Hafnarborgar fyrsta þriðjudag hvers mánaðar yfir vetrartímann.

Tónleikarnir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund. Húsið opnar kl. 11:30 og tónleikarnir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir.