Hádegistónleikar

Þriðjudaginn 6. september kl. 12 verða fyrstu hádegistónleikar vetrarins haldnir í Hafnarborg. Það er stórsöngkonan Elsa Waage sem tekur af skarið og stígur á stokk ásamt Antóníu Hevesi píanóleikara.

Næstu hádegistónleikar verða 4. október og þá er það bassasöngvarinn Bjarni Thor sem kemur fram og svo er röðin komin að Jóhanni Smára Sævarssyni þann 1. nóvember.

Antonía Hevesi píanóleikari hefur frá upphafi verið listrænn stjórnandi hádegistónleika í Hafnarborg og valið með sér marga af fremstu söngvurum landsins.

Hádegistónleikar Hafnarborgar eru haldnir mánaðarlega. Þeir hefjast kl. 12 og standa yfir í um hálfa klukkustund, þeir eru öllum opnir á meðan húsrúm leyfir. Húsið er opnað kl. 11.30.