Furðuverur spjalla saman – listasmiðja

Sigga Björg Sigurðardóttir

Í tilefni af Bóka- og bíóhátíðar barnanna verður haldin listasmiðjan Furðuverur spjalla saman, sunnudaginn 19. mars kl. 14. Þá býður Hafnarborg fjölskyldum að koma og skapa eitthvað fallegt saman í formi ljóða og/eða texta sem má setja saman í bókverk.

Við upphaf smiðjunnar verður boðið uppá leiðsögn um sýningu Siggu Bjargar Sigurðardóttur, Rósa, sem nú stendur yfir í Sverrissal safnsins en Sigga Björg vinnur með myndheim sem fjallar um veruna Rósu. Innsetningin samanstendur af teikningum, skúlptúrum og myndbandsverki með hljóðmynd.  Rósa er af óljósri tegund – hvorki manneskja eða dýr, en glímir við mennskar tilfinningar og aðstæður. Í salnum getur að líta aðrar verur sem tengjast Rósu á einn eða annan hátt.