Fjölskyldutónleikar – Dúó Stemma

Föstudaginn 30. júní kl. 5 bjóðum við ykkur velkomin á fjölskyldutónleika með Dúó Stemmu sem þau Herdís Anna Jónsdóttir, víóluleikari, og Steef van Oosterhout, slagverksleikari, skipa. Þar munu þau leika á ýmis hefðbundin hljóðfæri, svo sem víólu og marimbu, og einnig nokkur óhefðbundin, svo sem hrossakjálka, íslenska steina og barnaleikföng. Þá munu börn af tónlistar- og myndlistarnámskeiði Hafnarborgar og Sönghátíðar einnig taka þátt í tónleikunum. Aðgangur ókeypis.
Tónleikarnir eru hluti af dagskrá Bjartra daga í Hafnarfirði og Sönghátíð í Hafnarborg.
Nánari upplýsingar um Sönghátíð í Hafnarborg má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.songhatid.is.