Fjölskyldusmiðja og síðasti sýningardagur

Fjölskyldusmiðja verður haldin sunnudaginn 15. janúar kl. 15. Börnum og fullorðnum verður boðið að búa til hús af einhverju tagi úr pappa, frauðplasti og öðrum efnum. Þátttakendur eru hvattir til að velta fyrir sér óhefðbundnum formum við sköpunina og láta efnið leiða sig áfram því þá verður afraksturinn oft skemmtilegastur. Smiðjan er haldin í tengslum við sýningu Egils Sæbjörnssonar og fer hún fram í aðalsal Hafnarborgar í miðri innsetningu Egils.

Sýning Egils, Bygging sem vera & borgin sem svið fjallar um borgarskipulag og mikilvægi töfra í umhverfi okkar en frummyndir verkanna eru að hluta sóttar í Bakarí, viðburð sem haldin var í Hafnarborg  í vor sem leið. Þar var almenningi boðið að móta byggingarlist í deig sem síðan var bakað. Þau verk hafa nú verið stækkuð upp og skapa nýtt og framandi umhverfi aðalsal Hafnarborgar.

Í verkum sínum notar Egill bæði form og frásögn sem vísa í menningar- og listasögu og eru allt í senn, vettvangur gjörninga, skúlptúrískra innsetninga og þrívíðra teikninga. Myndbandsinnsetningar Egils hafa þróast frá málverka- og gjörninga tengdum verkum í verk þar sem myndheimur og ímyndunarafl mætast á töfrandi hátt og hversdagslegir hlutir eru gæddir lífi á skapandi vegu.