Fjölskylduleiðangur

Hafnarborg býður uppá fjölskylduleiðangur um sýninguna Vara-liti sem nú stendur yfir. Foreldrar og börn eru leidd um sýninguna og undraheimar málverksins eru kannaðir. Þetta er sérstaklega litrík og myndræn sýning sem hleypir ímyndunaraflinu af stað, veitir innblástur og gefur rými til persónulegrar túlkunar.  Sýningin á erindi við fólk á öllum aldri, ekki síst til barna og unglinga og býður upp á möguleika á fjölbreyttri upplifun og umfjöllun.  Bjartir litir, hlutbundin og frásagnarkennd verk einkenna sýninguna og ævintýraheimar, kynjaverur, menn og dýr eru meðal myndefnis. Listamennirnir eru Gabríela Friðriksdóttir, Guðmundur Thoroddsen, Helgi Þórsson, Hulda Vilhjálmsdóttir, Ragnar Þórisson, Þórdís Aðalsteinsdóttir og Þorvaldur Jónsson.