Bókstaflega – Listasmiðja

Listasmiðja fyrir börn og fjölskyldur verður haldin sunnudaginn 23. apríl kl. 15 í tengslum við sýninguna Bókstaflega sem nú stendur yfir í aðalsal safnsins.

Á smiðjunni verður unnið með letur og tungumál á sjónrænan hátt.

Hugmyndin um notkun bókstafa á myndrænan hátt hefur þróast á löngum tíma og á sér rætur að rekja allt aftur til myndleturs Forn-Egypta. Á sýningunni getur að líta verk gerð á Íslandi frá 1957 til samtímans sem unnin eru í fjölbreytta miðla og falla undir skilgreiningu Konkretljóða.