BLÓÐSÓL í Hafnarborg

Að gefnu tilefni mynda listamennirnir Haraldur Jónsson og Ásta Fanney Sigurðardóttir BLÓÐSÓL í Hafnarborg þann 21. apríl næstkomandi kl.21:00

Viðburðurinn er hluti af sýningunni Bókstaflega sem stendur yfir í Hafnarborg til 21. maí og einblínir á íslenska konkret ljóðlist. Þetta er frumflutningur verksins á Íslandi og er tilraun til að varpa ljósi á róf athafna, orða og mynda í tilbúnum aðstæðum. BLÓÐSÓL lýsir upp síkvikar væntingar mannsins þar sem þátttakendur eru í senn áhorfendur, viðfangsefni og hvorugt. Gestir eru vinsamlegast beðnir um að mæta tímanlega.

 

Ásta Fanney og Haraldur eiga bæði verk á sýningunni Bókstaflega. Þau beita ýmsum miðlum í listsköpun sinni og eiga það sameiginlegt að vinna á mörkum myndar og tungu þar sem þau vefa oftar en ekki verk sín úr andrúmslofti staðhátta (genius loci). 

 

Allir velkomnir.