Benjamín Gísli leikur íslensk þjóðlög í eigin útsetningum

Benjamín Gísli Einarsson

Benjamín Gísli Einarsson, píanóleikari, heldur tónleika í Hafnarborg á þjóðhátíðardaginn, fimmtudaginn 17. júni, kl. 14. Á efnisskránni verða íslensk þjóðlög í hans eigin útsetningum. Benjamín sækir innblástur bæði í klassíska tónlist og djasstónlist – allt frá Béla Bartok til Bill Evans.

Benjamín Gísli Einarsson lauk framhaldsprófi í klassískum píanóleik frá Tónlistarskólanum í Reykjavík vorið 2016. Þaðan lá leiðin yfir í FÍH þar sem hann lauk burtfararprófi í rytmískum píanóleik vorið 2019, undir handleiðslu Eyþórs Gunnarssonar, Einars Scheving og Skúla Sverrissonar. Benjamín stundar nú bakkalárnám við djassdeild NTNU háskólans í Þrándheimi, sem er ein af virtustu djassdeildum Evrópu. Benjamín hlaut styrk úr Minningarsjóði Árna Scheving árið 2019.