Bæjarmynd á Björtum dögum

Á sumardaginn fyrsta sýnum við Hafnarfjörð í fallegum búningi þeirra Snorra Þórs Tryggvasonar og Péturs Stefánssonar. Þeir eru höfundar afar vandaðs handteiknaðs korts af miðbæ Hafnarfjarðar. Kortið sýnir hús, gróður og landslag í bænum. Það samanstendur af 30 vatnslituðum myndum sem unnar voru á sex mánaða tímabili. Þessar upprunalegu vatnslitamyndir verða nú til sýnis og sölu í safnverslun Hafnarborgar í samstarfi við Spark hönnunargallerí frá 23. apríl – 18. júní.

Snorri Þór og Pétur kynntust í Listaháskóla Íslands þar sem þeir stunduðu nám í arkitektúr. Þeir byrjuðu að vinna saman að kortagerð þegar þeir voru enn í námi og unnu ásamt fleirum handteiknað kort af Reykjavík sem fyrirtækið Borgarmynd hefur gefið út. Árið 2013 fékk Hafnarfjarðarbær þá Snorra og Pétur til að teikna kort af miðbænum