Laus er til umsóknar staða móttöku- og þjónustufulltrúa í Hafnarborg.
Helstu verkefni:
- Móttaka og almenn upplýsingagjöf til gesta um sýningar og viðburði safnsins auk símavörslu
- Gæsla í sýningarsölum og eftirlit með öryggi listmuna og gesta
- Afgreiðsla, uppgjör og umsjón með samantekt tölulegra upplýsinga
- Eftirlit með daglegri umgengni, tæknibúnaði sýninga og viðhald snyrtilegs umhverfis í safnverslun og sýningarsölum
- Umsjón með safnverslun og gestavinnustofu
- Aðstoð við undirbúning, uppsetningu og frágang vegna ýmissa viðburða í safninu
- Annast upplýsingagjöf á samfélagsmiðlum í samráði við verkefnastjóra kynningarmála
- Önnur verkefni sem yfirmaður felur starfsmanni og samkvæmt starfslýsingu
Menntunar- og hæfniskröfur:
- Stúdentspróf
- Reynsla af sambærilegu starfi æskileg
- Rík þjónustulund og góð samskiptahæfni
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Góð íslensku- og enskukunnátta
- Áhugi á starfssemi safnsins
- Almenn tölvuþekking
Laun eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga við Starfsmannafélag Hafnarfjarðar en um 60% starf er að ræða. Vinnutími er að jafnaði virka daga frá kl. 11:30-17:30, með möguleika á aukavinnu.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Aldís Arnardóttir ([email protected]) í síma 585-5791.
Umsóknarfrestur er til og með 9. ágúst næstkomandi.
Hægt er að sækja um starfið hér á vef Hafnarfjarðarbæjar.