Aðalúthlutun safnasjóðs 2022 – verkefni Hafnarborgar

Á Farskóla FÍSOS, Félags íslenskra safna og safnmanna, sem haldinn var á Hallormsstað dagana 21. til 23. september síðastliðinn, afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir, menningar- og viðskiptaráðherra, forstöðumönnum viðurkenndra safna styrki úr safnasjóði við hátíðlega athöfn af hálfu safnaráðs.

Hlaut Hafnarborg að þessu sinni styrki til þriggja verkefna, sem hefur ýmist verið hrint í framkvæmd nú þegar eða eru á döfinni. Verkefnin þrjú sem hljóta styrk úr aðalúthlutun sjóðsins eru:

  • Gunnar Örn Gunnarsson, yfirlitssýning (1.200.000 kr.)
  • Sóley Eiríksdóttir, útgáfa og sýning (1.200.000 kr.)
  • Listir, hugarefling og vellíðan: Hittumst á safninu (550.000 kr.)

Starfsfólk Hafnarborgar þakkar innilega fyrir þá styrki sem eru veittir safninu, sem stuðla að því að safnið fái enn betur þjónað samfélaginu og verið vettvangur skapandi samtals.