Sönghátíð í Hafnarborg 2021 – Seigla

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í fimmta sinn frá 19. júní til 4. júlí næstkomandi.

Þá mætir til leiks einstakt úrval tónlistarmanna með fjölbreytta dagskrá. Sú Seigla sem hefur hjálpað okkur öllum í gegnum hinn erfiða heimsfaraldur er þema hátíðarinnar í ár. Tónlist og ljóðlist tjá sammannlegar tilfinningar þvert yfir tíma og lönd, hjálpa okkur að skilja okkur sjálf, sjá samhengið á milli okkar og annarra, veita okkur innblástur, kenna okkur að meta fegurð lífsins og gefa okkur von um betri tíma.

Hægt er að kynna sér fjölbreytta dagskrá hátíðarinnar, námskeið, tónleika og listamenn á www.songhatid.is.

Listrænir stjórnendur og stofnendur Sönghátíðar í Hafnarborg eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Francisco Javier Jáuregui.