Það er okkur gleðiefni að tilkynna það að verk af sýningunni Töfrafundi – áratug síðar eftir listamennina Libiu Castro & Ólaf Ólafsson og Töfrateymið mun verða sett upp á ný á austurgafl Hafnarborgar. Á fundi stjórnar Hafnarborgar miðvikudaginn 12. maí síðastliðinn lagði forstöðumaður Hafnarborgar til að verkið yrði sett upp aftur (fundargerðina má lesa hér). Tillagan var samþykkt af stjórn Hafnarborgar og tilskilin leyfi fyrir uppsetningu verksins eru nú fyrir hendi.
Sýningin stendur yfir til loka þessa mánaðar og aðgangur er ókeypis.