Föstudaginn 7. febrúar kl. 18–23 fer fram Safnanótt í Hafnarborg, þegar opið verður á sýningar safnsins fram eftir kvöldi, auk þess sem boðið verður upp á ýmsa viðburði í tilefni kvöldsins, svo sem tónleika, listasmiðju, leiðsagnir og fleira. Þá iðar safnið af lífi, þar sem samband manns og náttúru, jafnt sem samspil ljóss og skugga, er gegnumgangandi í sýningunum og viðburðum kvöldsins.
Dagskrá:
Kl. 18:00
Opnunartónleikar með Tónlistarskóla Hafnarfjarðar,
þar sem flutt verður kvikmyndatónlist af ýmsum toga
Kl. 19:00
Ljós- og skuggasmiðja fyrir börn og foreldra,
undir leiðsögn Berglindar Jónu Hlynsdóttur, myndlistarmanns
Kl. 20:00
Örleiðsögn um sýningarnar Far og Þögult vor,
ásamt Ágústu Kristófersdóttur, forstöðumanni
Kl. 21:00
„Ilmur af vori“ með Lilju Birgisdóttur,
myndlistarmanni og þátttakanda í sýningunni Þöglu vori
Kl. 22:00
Örleiðsögn um sýningarnar Far og Þögult vor,
ásamt Ágústu Kristófersdóttur, forstöðumanni
Í Hafnarborg verður einnig haldinn bókamarkaður, þar sem valdir titlar úr safnbúðinni verða fáanlegir á kostakjörum. Þar að auki verður hægt að taka þátt í sérstökum Safnanætur-ratleik, í von um vinning. Seinni part kvölds leiðir söngkonan Guðrún Árný svo fjöldasöng á veitingahúsinu Krydd og það verður „happy hour“ á barnum frá níu til miðnættis.
Nánari upplýsingar um viðburði Hafnarborgar á Safnanótt má finna hér.