Sumarsýning

Í ár eru 35 ár liðin frá stofnun Hafnarborgar og 30 ár frá því að sýningarrýmið var tekið í notkun því verður blásið til tvöfaldrar afmælissýningar yfir sumartímann til að fagna þeim áfanga.

Í Aðalsal verða verk úr safneign Hafnarborgar, verk sem safnið hefur eignast á undanförnum áratugum og hafa sum hver ekki komið fyrir sjónir almennings lengi. Ljósi verður varpað á samsetningu safneignarinnar og samhengis hennar við sögu stofnunarinnar og hússins sjálfs.

Í Sverrissal verða ný aðföng síðustu þriggja ára, verk sem endurspegla söfnunarstefnu stofnunarinnar og þær áherslur sem núverandi forstöðumaður og listráð leggja í vali á verkum.

 

Sýningarstjórar: Ágústa Kristófersdóttir forstöðumaður Hafnarborgar og Unnar Örn Auðarson myndlistarmaður.