Sýningarstjóraspjall

Sunnudaginn 21. júní kl. 15 munu Áslaug Íris Friðjónsdóttir og Unnur Mjöll S. Leifsdóttir, sýningarstjórar leiða gesti Hafnarborgar um sýninguna Enginn Staður – íslenskt landslag.

Í aðalsal Hafnarborgar stendur nú yfir sýningin Enginn staður – íslenskt landslag með verkum átta samtímaljósmyndara sem allir eru búsettir á Íslandi og beina sjónum sínum að íslenskri náttúru. Þau eru Björn Árnason, Claudia Hausfeld, Daniel Reuter, Edda Fransiska Kjarval, Ingvar Högni Ragnarsson, Katrín Elvarsdóttir, Pétur Thomsen og Stuart Richardson og eiga það öll sameiginlegt að nota ljósmyndina sem miðil.

Sjá nánar um sýninguna hér.