Krydd veitingahús

Krydd veitingahús opnaði í veitingarýminu á jarðhæð Hafnarborgar vorið 2018, í kjölfar viðamikilla breytinga sem gerðar voru á rýminu.

Á Krydd er lögð áhersla á flottan og fjölbreyttan matseðil, frábæra kokteila, gott úrval af bjór á krana og skemmtilega stemningu.

Krydd býður einnig upp á veitinga- og veisluþjónustu í tengslum við leigu á sölum Hafnarborgar en hægt er að hafa samband við veitingahúsið í síma 558 2222 eða í gegnum netfangið [email protected].

Upplýsingar um opnunartíma, borðapantanir og matseðla má finna á heimasíðu Krydd.