Sarpur – heimild til að myndvæða skráningar

Hafnarborg og Myndstef hafa nú undirritað samning um stafræna birtingu á afritum af safnkosti úr rafrænum safnmunaskrám.

Þetta veitir Hafnarborg heimild til að myndvæða allar skráningar safnsins í menningarsögulega gagnasafninu Sarpi og bætir þar með aðgengi almennings að upplýsingum um safnkost Hafnarborgar.

Þá er unnið að því að gera þær myndir af safnkosti Hafnarborgar sem hafa hingað til ekki verið aðgengilegar almenningi sýnilegar í Sarpi.