Salarleiga

Hægt er að leigja sali fyrir fundi, tónleika eða aðra viðburði í Hafnarborg. Á opnunartíma safnsins er hægt að leigja fjölnotasal, sem kallaður er Apótekið, á neðri hæð hússins fyrir lokaða fundi eða viðburði en utan opnunartíma er einnig mögulegt að leigja sýningarsali eftir samkomulagi.

Apótekið er leigt út fyrir fundi, fyrirlestra, námskeið, móttökur eða slíkt. Salurinn tekur um það bil 50 manns í sæti á fyrirlestrum en um 70 manns standandi.

Aðalsalur er leigður út fyrir viðburði eins og kynningar- og fræðslufundi, fyrirlestra, tónleika eða aðra viðlíka viðburði. Salurinn tekur um það bil 200 manns í sæti en um 300 manns standandi.

Hafnarborg útvegar ekki veitingar eða borðbúnað en sérstaklega er bent á að hafa samband við Krydd veitingahús. Ekki er aðstaða til matargerðar eða geymslu á veitingum í sölum safnsins.

Hægt er að skoða salina á opnunartíma safnsins kl. 12–17 alla virka daga, nema þriðjudaga. Til að fá nánari upplýsingar eða bóka sal, vinsamlegast hafið samband í síma 585 5790 eða sendið tölvupóst á netfangið [email protected].

Sýningar safnsins eru aðgengilegar gestum á opnunartíma eða eftir samkomulagi utan hans. Einnig er hægt að óska eftir leiðsögnum um sýningarnar.