What’s Up, Ave Maria?

Sigurður Ámundason

Ef tíminn er eins og endalaust fjall sem mannkynið stanslaust klífur, þá er listin vörðurnar sem við skiljum eftir okkur til þess að marka hvar við vorum eitt sinn.

Hvernig munu vörður ársins 2022 vera?

Öld sem einkennist af breytingum, sífelldri þróun, upplýsingaflæði og sjálfsímyndarmótun, tortímingu og nýsköpun, tækifærum og einokun, byltingum og tortryggni. Endalokum og nýjum upphöfum. Hvernig er mögulega hægt að halda aftur af sér við sköpun slíkrar vörðu?

Engir miðlar deyja, því slíkur „dauði“ gefa í skyn að listin sé háð áliti almennings, sem aftur gefur í skyn að listin sé hér til þess þjóna fyrirframgefnum hugmyndum okkar í stað þess að raska þægindaramma okkar og kynna okkur fyrir heiminum á ný.

Ef málverkið þarfnast endurvakningar, þá teiknum við málverk. Ef symbólismi þarfnast nýrra tákna, þá lít og sjá, því þau eru hvarvetna. Ef búið er að segja allar sögur sem hægt er að segja, höldum þá ekki aftur af okkur.

Sigurður Ámundason útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2012. Sigurður hefur haldið þrettán einkasýningar, meðal annars í Kling & Bang, Kunstschlager, Húsinu á Patreksfirði, Open, Ekkisens og Úthverfu. Hann hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga, til dæmis á Kjarvalsstöðum, í Hverfisgallerí, Glettu á Borgarfirði eystra, Harbinger, Salts í Basel, Sviss, og CHART Emerging í Kaupmannahöfn. Hann hefur kennt í Myndlistaskólanum í Reykjavík og við myndlistardeild Listaháskóla Íslands. Árið 2020 hlaut hann tilnefningu til hvatningarverðlauna Íslensku myndlistarverðlaunanna. Sigðurður býr og starfar í Reykjavík.