Verk úr safneign

Nú stendur yfir í Sverrissal Hafnarborgar sýning á verkum úr safneign. Þar getur að líta verk eftir listamennina Jóhönnu Bogadóttur, Nínu Tryggvadóttur, Jóhannes Kjarval, Kristján Davíðsson, Eggert Guðmundsson, Louisu Matthíasdóttur, Þorvald Skúlason, Einar Má Guðvarðarson, Sæmund Valdimarsson, Erlu Stefánsdóttur, Braga Ásgeirsson og Jón Laxdal. Hluti verkanna er úr stofngjöf hjónanna Sverris Magnússonar og Ingibjargar Sigurjónsdóttur til Hafnarfjarðarbæjar sem skapaði grunninn að starfseminni í Hafnarborg. Önnur verk hafa ýmist verið keypt til safnsins eða gefin. Í safneign Hafnarborgar eru nú ríflega 1450 verk.