skart:gripur

skúlptúr fyrir líkamann

Skart hefur fylgt mannkyninu frá örófi alda. Þörfin til að skreyta líkama og klæði með skarti er frumstæð og hefur djúpar rætur í menningarsögu allra þjóða. Skartgripir gegna stöðu tungumáls í menningu okkar og samfélagi. Þeir eru frásögn, tákna stöðu, miðla persónuleika og senda skilaboð.

Þá endurspeglar sýningin margbreytileika í efnistökum, aðferðum og nálgun í skartgripagerð hér á landi. Gripirnir á sýningunni eru eftir fjölbreyttan hóp gullsmiða, skartgripahönnuða og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar.

Þátttakendur eru Anna María Pitt, Arna Gná, Ágústa Arnardóttir, James Merry, Hildur Ýr Jónsdóttir, Helga Mogensen, Katla Karlsdóttir (Katla Studio), Orr og Marta Staworowska.

Sýningarstjóri er Brynhildur Pálsdóttir.

Sýningin er hluti af HönnunarMars 2024.