3 til 5 sekúndur – Hröð, handgerð framleiðsla

Jenny Nordberg

3 til 5 sekúndur er eins og mörg önnur verkefni Jenny Nordberg, brot af umfangsmeira verkefni um hvernig framleiðslu og neyslu er háttað í dag, hvernig var farið að í fortíðinni og hvernig megi fara öðruvísi að í framtíðinni. Í þessu verkefni skoðar hún hvernig ólíkir þættir hins handgerða og þess fjöldaframleidda geta haldist í hendur. Aðal áherslan er á hvernig megi sameina sérstöðu handgerðra hluta og hraða fjöldaframleiðslunnar. Með því að setja sig í framleiðslugír og haga sér nánast að eins og vél setur Nordberg upp tímabundið framleiðsluferli og veltir upp spurningum eins og: Er það mögulegt að búa til einstakan handgerðan grip mjög hratt? Er hraði mótsögn sérkunnáttu? Getur skortur á tíma leitt til nýrra aðferða?

Verkefnið hófst árið 2014 og vex stöðugt. Fyrir þessa sýningu hefur Jenny þróað þrjá nýja hluti og aðferðir.

 

Jenny Nordberg (f. 1978) er iðnhönnuður sem vinnur þverfaglega á mörkum myndlistar og hönnunnar í þeim tilgangi að víkka út hugmyndir samtímans um hönnun og hönnuði. Í rannsóknum sínum veltir hún fyrir sér framleiðslu og neyslu fólks og er drifin áfram af leit að öðrum leiðum eða aðgerðum gegn óábyrgri fjöldaframleiðslu. Verk Jennyar einkennast hvort tveggja af brutalisma og minimalisma þar sem tilviljanir spila oft stóran þátt. Jenny er búsett í Malmö í Svíþjóð.

 

 

Verkefnið er styrkt af sænska sendiráðinu.

lógó_sænska sendiráðið