Tónleikar – Delizie Italiane

Föstudaginn 13. maí kl. 17 mun tríóið Delizie Italiane, skipað söngvurunum og hljóðfæraleikurunum Leone Tinganelli, á gítar, Jóni Elvari Hafsteinssyni, á gítar og Jóni Rafnssyni, á kontrabassa, syngja og spila á tónleikum í Hafnarborg. Tríóið hefur starfað frá árinu 2000 og gefið út þrjár plötur sem innihalda ítölsk alþýðulög – sem mörg hver tilheyra orðið klassíska söngheiminum – auk íslenskra laga, sem í þeirra flutningi hafa fengið ítalska texta, svo sem „Braggablús“, „Það er gott að elska“, „Draumur um Nínu“, „Tvær stjörnur“ og „Bláu augun þín“. Þá verður lögð sérstök áhersla á Eurovision-lög, bæði ítölsk og íslensk, en varla hefur það farið fram hjá neinum að þessi fræga keppni fer fram á Ítalíu í ár.

Aðgangur er ókeypis á tónleikana sem standa yfir í um eina klukkustund.

Tónleikarnir eru styrktir af menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar.