Þögult vor – sýningarspjall

Sunnudaginn 26. janúar kl. 14 fer fram sýningarspjall um sýninguna Þögult vor, með listamönnunum Herttu Kiiski, Katrínu Elvarsdóttur og Lilju Birgisdóttur, ásamt sýningarstjóranum Daríu Sól Andrews. Sýningin var opnuð laugardaginn 18. janúar, sem hluti af Ljósmyndahátíð Íslands.

Á Þöglu vori kalla Lilja, Hertta og Katrín fram ljúfar og hlýjar tilfinningar gagnvart náttúrulegu umhverfi okkar, sem er illa vanrækt og stendur á barmi glötunar. Í von um að ná að vekja tímabæra virðingu fyrir viðkvæmu ástandi hins hrörnandi heims einbeita þær sér að fegurðinni í því fundna, sem fær þannig að ganga í endurnýjun lífdaga. Andspænis hnattrænni hlýnun beita þessir þrír listamenn bæði ljósmyndamiðlinum og næmri, efnislegri nálgun við umhverfi sem þarfnast jafnt athygli og alúðar.

Ókeypis aðgangur og allir velkomnir. Spjallið fer fram á ensku.