Sumarsýningu Hafnarborgar, Ummerki vatns, lýkur sunnudaginn 21. ágúst. Þann dag verður boðið uppá leiðsögn um sýninguna kl. 14.
Ummerki vatns er samsýning sex listamanna sem öll eiga það sameiginlegt að styðjast við ummerki vatns í verkum sínum þar sem litur, vatn og uppgufun þess er meðal annars til umfjöllunar. Listamennirnir finna sköpun sinni farveg í einhverskonar flæði og nota til þess ólíka miðla.
Listamennirnir sem eiga verk á sýningunni eru þau Anna Rún Tryggvadóttir, Florence Lam, Harpa Árnadóttir, Hulda Stefánsdóttir, John Zurier og Margrét H. Blöndal.
Sýningarstjórar eru Ágústa Kristófersdóttir, forstöðumaður Hafnarborgar og Birgir Snæbjörn Birgisson, myndlistarmaður.