Laugardaginn 7. desember fyllist Hafnarborg af söng og hátíðaranda en þá koma saman ýmsir kórar úr Hafnarfirði og flytja jólalög fyrir gesti og gangandi. Kórtónleikarnir Syngjandi jól eru nú haldnir í tuttugasta og sjötta sinn og eru samstarfsverkefni Hafnarfjarðarbæjar, Jólaþorpsins og Hafnarborgar.
Húsið opnar kl. 9:45 og er dagskráin eftirfarandi:
Kl. 10:10 Leikskólinn Arnarberg
Kl. 10:30 Leikskólinn Álfasteinn
Kl. 10:50 Leikskóinn Stekkjarás
Kl. 11:10 Leikskólinn Bjarkalundur
Kl. 11:30 Leikskólinn Smáralundur
Kl. 11:50 Leikskólinn Norðurberg
Vinsamlegast athugið að sýningar safnsins verða lokaðar meðan á tónleikunum stendur en verða opnar gestum með hefðbundnu sniði frá kl. 13.
Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.