Strúktúr – leikur í rými

Laugardaginn 16. mars kl. 13-15 bjóðum við börnum og fjölskyldum að koma og taka þátt í skapandi leiksmiðju þar sem pappakassar, lök, jógadýnur og púðar verða í aðalhlutverki. Þá er smiðjan haldin í tengslum við sýningu Þórs Sigurþórssonar, Vísa, sem stendur nú yfir í Hafnarborg.

Í smiðjunni fá þátttakendur tækifæri til að gefa sköpunargleðinni og ímyndunaraflinu lausan tauminn. Hægt verður að byggja upp og skipuleggja notalegt rými eða búa til skúlptúr-listaverk með ýmsum leiðum, þar sem hver strúktúr hefur sína einstöku lögun og útkomu. Allt efni til leiksins verður á staðnum.

Smiðjan fer fram í Apótekinu á fyrstu hæð safnsins en mælst er til að börn mæti í fylgd fullorðinna. Eins og venjulega er þátttaka í listasmiðjum gestum að kostnaðarlausu, líkt og aðgangur að sýningum safnsins. Verið hjartanlega velkomin.