Strætin í New York – Stebbi Ó. Swingsetxtett

New York lifnar við í Hafnarborg föstudaginn 20. nóvember kl.20.30 þegar swing hljómsveit Stebba Ó. heldur þar tónleika ásamt Margréti Eir stórsöngkonu úr Hafnarfirði og Þór Breiðfjörð sem um áraraðir söng á West End í London. Einvala lið swingtónlistarmanna leikur með og andi borgarinnar sem aldrei sefur mun taka yfir.

Flutt verður úrval laga stórborgarfólks á borð við Frank Sinatra, Tony Bennet, Ellu Fitzgerald, Nancy Sinatra og Veru Lynn sem söng hið ódauðlega lag We’ll Meet Again.

Miðaverð kr. 2000.-