Sönghátíð í Hafnarborg 2024 – dagskrá

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í áttunda sinn dagana 15.–30. júní 2024. Hátíðin er helguð klassískri tónlist, ljóða-, óperu- og kórsöng en þema Sönghátíðar í ár er „Dýpsta sæla og sorgin þunga“. Þá er markmið hátíðarinnar að heiðra klassíska söngtónlist og auka almenna þekkingu á list raddarinnar með tónleikum og námskeiðahaldi.

Á Sönghátíð í Hafnarborg í ár verður boðið upp á átta tónleika með framúrskarandi söngvurum og hljóðfæraleikurum, auk námskeiða fyrir börn og fullorðna, leika sem lærða. Stofnendur og stjórnendur Sönghátíðar eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, og Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari.


Dagskrá

Laugardaginn 15. júní kl. 17
Andalúsía
Marta Kristín Friðriksdóttir, sópran
Alexander Jarl Þorsteinsson, tenór
Hanna Ágústa Olgeirsdóttir, sópran
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran
Guðrún Dalía Salómonsdóttir, píanó
Francisco Javier Jáuregui, gítar

Sunnudaginn 18. júní kl. 17
Meistari Mozart – Kammeróperan
Jóna G. Kolbrúnardóttir, sópran
Kristín Sveinsdóttir, mezzósópran
Eggert Reginn Kjartansson, tenór
Unnsteinn Árnason, bassi
Matthildur Anna Gísladóttir, píanó

Laugardaginn 22. júní kl. 17
Heyrði ég í hamrinum
Huldur, kammerkór
Hreiðar Ingi Þorsteinsson, stjórnandi

Sunnudagur 23. júní kl. 17
Ferðalok
Gissur Páll Gissurarson, tenór
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran
Francisco Javier Jáuregui, gítar
Pétur Jónasson, gítar
Ástríður Alda Sigurðardóttir, píanó

Fimmtudaginn 27. júní kl. 20
Master class tónleikar
Nemendur Diddúar á master class námskeiði syngja sönglög og aríur
Helga Bryndís Magnúsdóttir, píanó

Föstudaginn 28. júní kl. 17
Fiðurfé og fleiri furðuverur – fjölskyldutónleikar (ókeypis aðgangur)
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran
Jón Svavar Jósefsson, baritón
Hrönn Þráinsdóttir, píanó

Laugardaginn 29. júní kl. 17
New Shades of Tradition – Heimsókn frá Póllandi
Simultaneo, raddoktett
Maria Pomianowska, suka
Karol Kisiel, stjórnandi

Sunnudaginn 30. júní kl. 17
Óperugala
Herdís Anna Jónasdóttir, sópran
Margrét Hrafnsdóttir, sópran
Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran
Sveinn Dúa Hjörleifsson, tenór
Tómas Tómasson, bassi
Einar Bjartur Egilsson, píanó


Nánari upplýsingar um Sönghátíð í Hafnarborg, dagskrá, námskeið og flytjendur, má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.songhatid.is. Þá fer miðasala fram í gegnum www.tix.is. Hátíðin nýtur stuðnings Hafnarfjarðarbæjar, Tónlistarsjóðs, Starfslauna listamanna, Styrktarsjóðs Friðriks og Guðlaugar og Pólska sendiráðsins.