Sönghátíð í Hafnarborg – Leiðarljós

Dagskrá

Sönghátíð í Hafnarborg verður haldin í sjötta sinn dagana 18. júní–10. júlí 2022. Hátíðin er helguð klassískri tónlist, ljóða-, óperu- og kórsöng. Þá er markmið hátíðarinnar að heiðra klassíska söngtónlist og auka almenna þekkingu á list raddarinnar með tónleikum og námskeiðahaldi.

Á Sönghátíð í Hafnarborg í ár verður boðið upp á átta tónleika með framúrskarandi söngvurum og hljóðfæraleikurum, auk margvíslegra námskeiða fyrir börn og fullorðna, leika sem lærða. Stofnendur og stjórnendur Sönghátíðar eru Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, og Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari.


Dagskrá

18. júní kl. 17
Hrafnhildur Árnadóttir Hafstað, sópran, Karin Björg Torbjörnsdóttir, mezzósópran, Oddur Arnþór Jónsson, barítón, Egill Árni Pálsson, tenór, Ragnheiður Ingunn Jóhannsdóttir, sópran, og Gunnlaugur Bjarnason, barítón, flytja Mozart við undirleik Evu Þyri Hilmarsdóttur, píanóleikara.

19. júní kl. 17
Barbörukórinn flytur nýja íslenska kórtónlist undir stjórn Guðmundar Sigurðssonar.

23. júní kl. 20
Nemendur á masterclass námskeiði Diddúar flytja sönglög og aríur, ásamt Helgu Bryndísi Magnúsdóttur, píanóleikara.

24. júní kl. 17
Ókeypis fjölskyldutónleikar með Jóni Svavari Jósefssyni, barítón, og Kristjáni Hrannari Pálssyni, píanóleikara, auk þátttakenda í tónlistarnámskeiði fyrir börn í tengslum við hátíðina.

25. júní kl. 17
Alexander Jarl Þorsteinsson, tenór, Bjarni Thor Kristinsson, bassi, Eyrún Unnarsdóttir, sópran, og Kristín Sveinsdóttir, mezzósópran, bjóða gestum upp á óperugala, ásamt Hrönn Þráinsdóttur, píanóleikara.

26. júní kl. 17
Herdís Anna Jónsdóttir, sópran, og Hildigunnur Einarsdóttir, mezzósópran, frumflytja nýtt verk eftir Kolbein Bjarnason við ljóð eftir Steinunni Sigurðardóttur, ásamt Caput Ensemble undir stjórn Guðna Franzsonar.

2. júlí kl. 17
Hallveig Rúnarsdóttir, sópran, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, og Kolbeinn Jón Ketilsson, tenór, flytja íslensk einsöngslög við undirleik Francisco Javier Jáuregui, gítarleikara, og Sigurðar Helga Oddssonar, píanóleikara.

10. júlí kl. 17
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir, mezzósópran, og Francisco Javier Jáuregui, gítarleikari, koma fram með spænsku kammersveitinni Sonor Ensemble undir stjórn Luis Aguirre.


Nánari upplýsingar um Sönghátíð í Hafnarborg, miðasölu, dagskrá og námskeið, má finna á heimasíðu hátíðarinnar, www.songhatid.is. Hátíðin nýtur stuðnings Hafnarfjarðarbæjar.