skart:gripur – hádegisleiðsögn á HönnunarMars

Föstudaginn 26. apríl kl. 12 verður boðið upp á hádegisleiðsögn um sýninguna skart:gripur ásamt sýningarstjóranum Brynhildi Pálsdóttur og hönnuðunum Önnu Maríu Pitt, Ágústu Arnardóttur, James Merry og Kötlu Karlsdóttur.

Anna María, Ágústa, James og Katla eru meðal þátttakenda í sýningunni en þar getur að líta gripi eftir hóp níu gullsmiða, skartgripahönnuða og listamanna sem varpa ljósi á skartið í samtíma okkar.

Auk þeirra taka þátt í sýningunni þau Arna Gná, Hildur Ýr Jónsdóttir, Helga Mogensen, Marta Staworowska og Orr en sýningin er sett upp í tengslum við HönnunarMars 2024.

Aðgangur ókeypis – verið öll velkomin.