skart:gripasmiðja – skúlptúr fyrir líkamann

Laugardaginn 13. apríl kl. 13-15 bjóðum við börnum og fjölskyldum að koma og taka þátt í skartgripasmiðju þar sem hönnuðirnir Helga Mogensen og Hildur Ýr Jónsdóttir gefa gestum innsýn í starf skartgripasmiðs. Báðar eru þær þátttakendur í sýningunni skart:gripur sem nú stendur yfir í safninu en á sýningunni er sjónum beint að margbreytileika í efnistökum, aðferðum og nálgun í skartgripagerð. Þá munu þátttakendur í smiðjunni fá tækifæri til að búa til sinn eigin skartgrip eða skúlptúr fyrir líkamann. Allt efni til sköpunarinnar verður á staðnum.

Smiðjan fer fram í Apótekinu á fyrstu hæð safnsins en mælst er til að börn mæti í fylgd fullorðinna. Eins og venjulega er þátttaka í listasmiðjum gestum að kostnaðarlausu, líkt og aðgangur að sýningum safnsins. Verið hjartanlega velkomin.

Sýningin og tengdir viðburðir eru hluti af dagskrá HönnunarMars 2024.