Hafnarborg merki

Hafnarborg

10.10.25 | 18:00 - 19:00

Síðdegistónar – tríó Gullu Ólafsdóttur

Staðsetning
Hafnarborg

Föstudaginn 10. október kl. 18 mun tríó söngkonunnar Gullu Ólafsdóttur koma fram á næstu Síðdegistónum í Hafnarborg. Efniskráin býður uppá hlýlega stemningu þar sem vel kunnugir söngstandardar verða leiknir – tónlist sem gott er að njóta í haustljómanum. Tríóið skipa, auk Gullu, þeir Andrés Þór á gítar og Sigmar Þór Matthíasson á kontrabassa.

Tónleikarnir standa í um klukkustund og er aðgangur ókeypis.

Tónleikaröðin er styrkt af Hafnarfjarðarbæ.

Skráðu þig á póstlistann okkar

Fylgstu með því nýjasta sem er fram undan á safninu.

"*" indicates required fields

Bóka heimsókn