Menningargöngur í Hafnarfirði – Verslunarsaga

Í sumar er boðið uppá kvöldgöngur í Hafnarfirði með leiðsögn alla fimmtudaga kl. 20. Miðað er við að þær taki um klukkustund og séu við allra hæfi. Þátttaka er ókeypis.

Gangan fimmtudagskvöldið 6. ágúst kl. 20 ber heitið „Verslunarsaga“ og er það Lúðvík Geirsson fyrrum bæjarstjóri Hafnarfjarðar sem leiðir gönguna. 

Gengið verður frá Hafnarborg.

Sumargöngurnar eru samstarf Hafnarborgar, Byggðarsafns, Bókasafns og skrifstofu menningarmála í Hafnarfirði. Göngurnar njóta stuðnings frá Hafnarfjarðarhöfn.